top of page

Á fullri ferð inn í rafmagnaða framtíð..

Strætisvagnar frá VDL

Strætisvagnar frá VDL

Strætisvagnar frá VDL hafa sinnt almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2014. Reynslan af notkun þessara vagna hefur þótt góð sem valdið hefur því að þeim hefur fjölgað  og eru nú um 40 vagna frá VDL hluti af almenningssamgöngukerfinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Möguleikar eru á að fá VDL Citea strætisvagna í ólíkum lengdum, rafmagns og dísel auk þess sem þeir fást sem liðvagnar. 

Ör þróun hefur verið hjá VDL á undanförnum árum hvað rafvæðingu snertir. Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á að standa framarlega í þeim efnum og er það ljóst að þörf er á heildrænum lausnum. Af þessum sökum leggur VDL ríka áhersu á að vinna náið með viðskiptavinum þegar kemur að skipulagningu og framkvæmd þess að rafvæða bifreiðaflota. Að mörgu er að huga, s.s. hleðslustöðvum, staðsetningum, stærð á rafgeymum, innviðauppbyggingu ofl.

VDL hefur langa reynslu af því að skipuleggja rafvæðingu bifreiðaflota með bæjarfélögum, flugvöllum og áætlunarfyrirtækjum. 

Rafvæðing í almenningssamgöngum

Spennandi tímar..

Amsterdam

Amsterdam er sú höfuðborg sem hefur flestu rafmagnsstrætisvagnana frá VDL eða um 100 talsins.  

Eindhoven

Eindhoven er heimabær VDL í Hollandi. Þar sinna 43 rafmagnsvagnar frá VDL almenningssamgöngum. 

Gaman er að greina frá því að í tilraun var einum strætisvagninum í Eindhoven ekið 1600 km á 70 klukkustundum með notkun hraðhleðslustöðva. 

Osló

Í Osló hafa rafmangsstrætisvagnar frá VDL verið í notkun um nokkurn tíma. Í dag eru þar um 40 rafmagns Citea bifreiðar frá VDL sem sinna almenningssamgöngum á degi hverjum. 

 

Ánægja hefur verið með rafmagnsvagnana í almennignssamgöngum borgarinnar og þeir þótt henta aðstæðum vel. Er nú svo komið að Alþjóðaflugvöllurinn Gardermoen í Osló er nú einnig að fá rafmagnsvagna frá VDL til farþegaflutninga á vellinum og minka þannig kolefnisspor sitt.   

Tæknilegar upplýsingar

citea tec1.PNG
citea tec2.PNG

Frekari upplýsingar

Við val á réttu hópferðabifreiðinni er að mörgu að hyggja og spurningarnar margar. Við hvetjum áhugasama því um að vera í sambandi til þess að fá frekari upplýsingar og/eða aðstoð.

bottom of page