Hannað að þínum þörfum..
Sprinter - Yfirbyggingar
Sprinter - Yfirbyggingar
VDL hefur á umliðnum árum þróað vandaða línu af smærri hópferðabifreiðum þar sem byggt er á Mercedes-Benz Sprinter.
VDL - Midcity
Midcity yfirbyggingin frá VDL er hugsuð í almenningssamgöngur.
Stærð bifreiðarinnar gerir hana ákjósanlega þar sem þröngt er um akstur líkt og á miðbæjarsvæðum. Auk þessa getur bifreiðin reynst vel á dreifbýlum svæðum þar sem farþegafjöldi verður ekki mikill.
Möguleikar eru á því að fá bifreiðina í nokkrum útgáfum m.a. með góðu hjólastólaaðgengi.
VDL - Mideuro
Mideuro yfirbyggingin frá VDL er hönnuð með þægindi og gæði í huga. Hér er á ferðinni bifreið sem hentar jafnt til styttri, sem og langferða. Möguleikar á innréttingum eru margvísilegir enda þarfir viðskiptavina ólíkir.
Kynntu þér upplýsingabækling hér
Frekari upplýsingar
Við val á réttu hópferðabifreiðinni er að mörgu að hyggja og spurningarnar margar. Við hvetjum áhugasama því um að vera í sambandi til þess að fá frekari upplýsingar og/eða aðstoð.