top of page

Futura - Hópferðabifreiðar

Vandaður ferðafélagi með lækkuðu kolefnisspori

Futura Hópferðabílar frá VDL

-Hluti af heildarupplifuninni-

Rekja má sögu VDL rútubifreiða á Íslandi allt aftur til ársins 2001 þegar SBK í Keflavík gerðust umboðsaðilar þessa Hollenska rútubílaframleiðanda. Í fyrstu voru það VDL Bova bifreiðar sem komu til landsins en ný og endurbætt rútubifreið, Futura fór í framleiðslu árið 2011 og kom til Íslands það sama ár. 

Miljónir kílómetra hafa nú verið eknir af VDL bifreiðum um vegi landsins og óhætt að fullyrða að þær hafa þótt áreiðanlegar í rekstri auk þess sem þær hafa notið vinsælda hjá bílstjórum og farþegum sem ferðast með þeim.  Í dag má áætla að um 150 bifreiðar frá VDL séu í rekstri hér á landi  og fer þeim fjölgandi. 

Hjá Vélrás er lögð mikil áhersla á að viðhalda háu þjónustustigi. Rekin er öflugur lager þar sem helstu íhlutir eiga að vera til svo hægt sé að bregðast hratt við ef óvæntar bilanir koma upp. Þá er vert að nefna að verkstæði Vélrásar sem annarsvegar eru staðsett á Álhellu í Hafnarfirði og hinsvegar í Klettagörðum12 í Reykjavík eru ákaflega vel búin. Hjá fyrirtækinu starfa um 50 verkstæðismenn með þverfaglega þekkingu en sá fjöldi og þeirra þekking gerir Vélrás kleift að takast hratt á við flókin og krefjandi verkefni. 

Við val á hópferðabifreiðum er að mörgu að huga. VDL er þetta ljóst og býður því fjölmargar útfærslur af bifreiðunum, bæði hvað varðar innréttingar, vélarstærðir, lengdir og tækjabúnað. Hér að neðan má finna einhverar upplýsingar um það sem í boði er en við hvetjum áhugasama um að vera í sambandi og fá ráðleggingar frá sérfræðingum okkar. 

Kynntu þér upplýsingarnar hér að neðan

Fyrsta farrými

Við hönnun Futura bifreiðana er mikið lagt í lúxus með það að markmiði að veita farþegum einstaka upplifun. Mikið er einnig lagt upp úr stöðugri þróun hvað öryggi, mengunarvarnir og vélbúnað varðar.

Futura er vandaður ferðafélagi, stígðu um borð..

 

Hversvegna Futura?

Tæknilegar upplýsingar

Capture.PNG

Hér má finna tæknilegar lýsingar á hinum ólíku útfærslum Futura bifreiðana

 

Umsagnir viðskiptavina

Kynnisferðir reka eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtækið á Íslandi. Þar hefur skapast góð reynsla af notkun VDL bifreiða og er það raunar orðið svo að meginþorri rútuflotans hjá þeim er frá VDL.

Hér til hliðar má sjá umfjöllun Björns Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Kynnisferða um VDL.

 

Öryggi í fyrirrúmi

VDL byggir öryggiskerfi sín á áratuga reynslu sem bifreiðaframleiðandi og hefur stöðug þróun átt sér stað hvað slíkan búnað varðar. Fyrirtækið leggur einnig ríka áherslu á að tileinka sér tækninýjungar sem koma inn á markaðin og leitast þannig við að gera bifreiðar sínar sem allra öruggustar í notkun og umgengni.

Öryggisbúnaður sem fylgir öllum Futura bifreiðum

  • AEBS (Sjálfstæð neyðarhemlun)

  • LDWS (Línuvari)

  • ACC (Adaptive cruise control) 

Val er um að bæta við DDDS búnaði (Driver drowsiness detection system) sem fylgist með þreytueinkennum bílstjóra. 

öryggi.jpg

Beygjuradíus

Futura bifreiðarnar eru þekktar fyrir lipra aksturseiginleika og góðan beygjuradíus.

Má hér nefna að FMD2/FHD2-129 týpurnar eru með 22.1 m beygjuradíus. Futura FDD2-141 er síðan með 24.3 m beygjuradíus. 

Stýriseiginleikarnir eru þess valdandi að VDL getur boðið 13,5 m langar, 2 öxla hópbifreiðar sem aðeins hafa 23,5 m beygjuradíus. 

beygjuradíus.jpg

Eldsneytiseyðsla

eldsneyti.jpg

Á undanförnum árum hefur mikil þróun farið í driflínu og skiptingu í samstarfi við DAF og ZF. Niðurstaða þessarar áralöngu vinnu kom á markað 2018 þegar ný og betrumbætt Futura var kynnt á markaðinn. 

Með uppfærslunni á driflínu og skiptingu náðust þau markmið að eldsneytiseyðsla og bilanatíðni lækkaði auk þess sem aksturseiginleikar urðu skemmtilegari. 

Futura bifreiðarnar koma staðlaðar með DAF MX mótor ásamt ZF Traxton skiptingu og hefur öllum steinum verið velt til þess að ná fram sem bestri nýtingu á hvern eldsneytisdropa. 

Með nýrri tækni hefur verið dregið úr innra viðnámi í DAF MX mótornum. Vélrardrifnir íhlutir líkt og olíu, kælivatns og stýrisdælur hafa verið uppfærðar og eru ekki eins aflfrekar og áður. 

 

Með þessu næst fram olíusparnaður og minkað slit á hinum ýmsu íhlutum. 

Nokkrar vélarstærðir eru í boði.

DAF MX11 – 270 kw 370 hp

DAF MX11 – 300 kw 410 hp

DAF MX11 – 330 kw 450 hp

DAF MX mótor

DAF mótor.jpg
bottom of page