top of page

Ryðvörn - Ullarfeiti

ryðvörn hjá Vélrás
Vélaverkstæði Vélrásar
 

Góð ryðvörn á undirvagna bifreiða, vinnuvéla, vagna og tækja getur lengt líftíma þeirra og viðheldur endursöluverðmæti þeirra. Með því að hlúa að einföldum atriðum líkt og ryðvörn má fyrirbyggja fjölmörg önnur vandamál sem fylgja því þegar ryð nær til hinna ólíku hluta búnaðarins.

Ryðvörn í höndum fagaðila - Rétt efni - Rétt þekking

PFC Ryðvörn - Ullarfeiti

Ryðvörn með ullarfeiti hefur um árabil notið vinsælda á Íslandi enda hér um nýja og umhverfisvænni nálgun að ræða en þær ryðvarnaraðferðir sem áður hafa tíðkast. 
PFC ullarfeitin sem við hjá Vélrás notum við ryðvarnarstörf er þróuð af Berkebile í Ameríku. Ryðvarnarefnið hefur þótt sérlega áhrifaríkt á köldum svæðum þar sem vetraraðstæður eru með sambærilegum hætti og á Íslandi, má hér nefna að ryðvarnarefnið hefur m.a. notið mikilla vinsælda meðal þeirra sem eiga og reka vetrarbúnað líkt og snjóplóga og saltdreifara - en sá búnaður er undir miklu efnaáreiti og ryðmyndun/tæring þekkt vandamál.
ryðvörn ullarfeiti
Ryðvörn

Ryðvörn fyrir jeppa, atvinnubifreiðar og tæki

Verkstæði Vélrásar er vel tækjum búið og býður ryðvörn fyrir jeppa, vörubíla, rútur, sendibifreiðar, eftirvagna og annan tækjabúnað. Við bjóðum vandaða þjónustu þegar kemur að ryðvörn og bjóðum mismunandi lausnir eftir þörfum viðskiptavina.
ryðvörn landcruise
ryðvörn ullarfeiti
ryðvörn vörubílar
ryðvörn rútur

Tímabókanir, verð og fyrirspurnir sendist á velras@velras.is

bottom of page